aftur í bók 1

Námsmarkmið kaflans

 • Ég get teiknað með hringfara hring með gefnum geisla.
 • Ég get teiknað hornrétta línu gegnum miðpunkt striks.
 • Ég get teiknað hornrétta línu gegnum punkt utan striks.
 • Ég veit hver hornasumma þríhyrnings er og get reiknað óþekkta hornastærð í þríhyrningi.
 • Ég get reiknað hornasummu ýmissa marghyrninga.
 • Ég kann að reikna ummál þríhyrnings, ferhyrnings og hrings.
 • Ég kann að reikna flatarmál þríhyrnings, ferhyrnings og hrings.
 • Ég get útskýrt með orðum hugtökin: punktur, lína, strik, miðpunktur striks, hornrétt horn, hornalína, hornasumma og pí (π).


Dæmi kaflans og skipulag

Bls. 4-11 Teikna með hringfara
Bls. 10-13 Flatarmál þríhyrninga og annarra marghyrninga
Bls. 12-14 Hornasumma þírhyrnings, annarra marghyrninga og hrings.
Bls. 15-17 Pí π
Bls. 17-19 Ummál og flatarmál hrings

Glósur

Samræðuglósur kennara og nemenda í tímum
Upprifjunarglósur af heimasíðu skólans

Hugtakakort

Við gerð hugtakakorts er gott að hafa við hendina:
 • Markmið kaflans
 • Glósur
 • Námsbókina
 • Verkefni og dæmi kaflans
IMG_3649.JPG

Verkefni

Skilaverkefni: A6 mynd gerð með hringfara límt á svart karton. Merkja með nafni bekk og dags. aftan á myndina.

Gagnvirkar æfingar

Hér geturðu æft þig að teikna í forritinu geogebrea.
Sorry, the GeoGebra Applet could not be started. Please make sure that Java 1.4.2 (or later) is installed and active in your browser (Click here to install Java now)


Geturðu fundið "strokleðrið" og eytt öllu sem er á myndinni?
Hægt er að hlaða forritinu frítt niður af netinu og þá koma fram fleiri möguleikar.
Slóðin er: geogebra.org
http://www.geogebra.org/cms/en/download
(velja webstart)

Hornasumma hyrninga höf. Rósa Ingvarsdóttir
Hornasumma og rannsóknir á hornum tengdum þríhyrningi (stæ 103)

Formúla fyrir flatarmál hrings rannsökuð (enska)

Viðbótarefni við kennslu
Létt kynningarverkefni
Bók 1 verkefni 9 bls 8

Hornasumma hyrninga vinnublað höf. Rósa Ingvarsdóttir